SOLIDO veitir almenna lögmannssþjónustu til fyrirtækja jafnt sem einstaklinga ásamt samstarfsaðilum sem koma úr röðum lögmanna, fjármálaráðgjafa og annarra fyrirtækjaráðgjafa sem allir búa yfir áratugareynslu á sínum sviðum.
Helstu sérsvið
Samningaréttur
Rekstur dómsmála og málflutningur
Skiptaréttur, þ.m.t. gjaldþrot, greiðsluskjól, nauðasamningar, skipti á dánar- og þrotabúum
Fjármálaþjónusta
Endurskipulagning fyrirtækja
Skaðabótaréttur
Sakamál
Fjölskyldumál
Framkvæmdarstjóri SOLIDO er Sigurður Logi Jóhannesson, lögmaður.
Sigurður Logi Jóhannesson býr yfir víðtækri reynslu af almennum lögmannsstörfum og fjármálaráðgjöf. Má nefna að hann hefur gætt hagsmuna bæði einstaklinga og ýmissa lögaðila (innlendra og erlendra) í fjölmörgum umfangsmiklum dómsmálum þar sem verulegir fjárhagslegir hagsmunir voru undir. Að auki hefur hann unnið fyrir ýmis fjármálafyrirtæki (m.a. almenn ráðgjöf, aðstoð við fjárhagslega endurskipulagningu og nauðasamningsumleitanir svo og rekstur riftunar- og skaðabótamála vegna slitabúa banka). Þá hefur hann unnið að verkefnum fyrir fjölmörg stórfyrirtæki og við verjendastörf í sakamálum.
Menntun
International School of Brussels 2003
Fukuoka University, Japan 2008 (skiptinám)
Lagadeild Háskólans í Reykjavík 2009
Lögmannsréttindi 2010
Fyrri störf
Á meðal helstu starfa má nefna að samhliða námi vann Sigurður Logi hjá Íslandsbanka 2006-2007 (Lögfræðideild) og Logos lögmannsstofu (London útibú) 2008.
Að námi loknu starfaði hann hjá Fjeldsted & Blöndal eða Fjeldco (áður Aktis lögmannsstofa) til ársins 2015 sem lögmaður, framkvæmdastjóri og á meðal eiganda.
Þá hefur Sigurður Logi reynslu af fyrirtækjarekstri, stjórnarsetu, verkefnum á sviði ferðaþjónustu, vinnu fyrir sprotafyrirtæki (innlend jafnt sem erlend), kennslu, fjármálaráðgjöf og sjálfstæðum rekstri.